Færsluflokkur: skólablogg

Tyrkjaránið

Í Samfélagsfræði var ég að læra um Tyrkjaránið, sem var hræðilegur atburður sem gerðist 1627 sem flestir kannast við. Við gerðum myndasögu um hvernig Tyrkjaránið gerðist, við gerðum líka stóra mynd þar sem ég sé fyrir mér 16. júlí 1627 þar sem ræningjarnir eru að ræna fólki í Vestmannaeyjum, drepa það og kveikja í. En áður en við gerði verkefnin las kennarinn minn hún Anna fyrir mig bókina Reisubók Guðríðar Símonardóttur eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Seinasta verkefnið sem við gerðum var að búa til fréttabækling um Tyrkjaránið nokkrum árum eftir að það átti sér stað. Við gerðum fréttablaðið í forritinu publisher. Mér fannst mjög skemmtilegt að prófa að vinna í publisher og fá að gera frétta blað, vegna þess að ég hef áhuga á blaðamennsku. Mér fannst mjög fróðlegt að læra um Tyrkjaránið og mér fannst ég stundum ná að setja mig í spor fólksins sem var rænt með því að hugsa ef ég væri og stödd með þeim. Mér fannst áhugaverðast þegar prestfólkið fékk að vera í tjaldi upp á þilfari af því að ég hefði haldið að þeir myndu bara koma eins illa fram við þau eins og hitt fólkið. Mér fannst líka nauðsynlegt að ég myndi eitthvern tímann fá að læra um Tyrkjaránið vegna þess að þessi atburður gleymist aldrei og fólk talar ennþá daginn í dag um Tyrkjaránið.

Hér er Tyrkjaránsfréttablaðið mitt Kaffitíminn


Reykjaskóli 2011

Vikuna 14.-18. nóvember fór ég með árganginum mínum á Reyki. Reykir eða Reykjaskóli eru skólabúðir fyrir krakka í 7.bekk. Við krakkarnir í Ölduselsskóla gistum á Grund sem er nýlegri heimavistin en krakkarnir frá Giljaskóla sem voru á Reykjum á sama tíma gistu í Ólafshúsinu þar sem matsalurinn er og er eldri heimavistin. Á Grund gistum við stelpurnar á neðri hæðinni og strákarnir á efri hæðinni. Á Reykjum þurftum við að læra og báðum skólunum var blandað saman og voru búnir til 3 hópar, ég lenti í hóp 2 sem var rosalega góður hópur.

 Fögin sem við fórum í eru:

Íþróttir sem mér fannst mjög skemmtilegt, við vorum bara mikið í leikjum og mér fannst skemmtilegast þegar við vorum að lyfta fallhlíf sem hafði verið notuð í alvörunni fallhlífastökk, svo

 Í náttúrufræði fannst mér skemmtilegast að fara í fjöruna og safna skeljum og kuðungum og fleiru til þess að skoða í smásjá.

 Í Undraheim auranna fannst mér frekar leiðinlegt en við vorum eiginlega bara að fræðast um peninga.

 Í Stöðvaleik vorum við að tala um fyrri heimsstyrjöldina og fórum í göngutúr sem var alveg ágætt.

Mér fannst þetta rosalega, æðislega, skemmtileg ferð sem ég mun muna eftir alla mína ævi, mér finnst ég líka hafa lært mikið nýtt og eignaðist nýa vini.

Hér eru mynd og myndband frá ferðinni!

DSCN0976[1]                                                 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband