Færsluflokkur: Bloggar

Stærðfræði

Í stærðfræði var ég að vinna að mínu fyrsta verkefni í excel sem ég færði síðan yfir í word. Þetta verkefni snerist um bátaleigu. Bátarnir sem fjallað var um hétu Feykir, Hraði og Snari. Það gekk bara nokkuð vel að vinna þetta verkefni og mér fannst mjög gaman að gera það. Ég lærði líka mikið nýtt á þessu verkefni og ég væri alveg til í að gera eitthvað því líkt aftur. 

Hér er verkefnið í word Grin


Trúarbragðafræði

Í Trúarbragðafræði var ég að skrifa um eingyðistrúarbrögðin. Ég átti að skrifa í word hvað þau eiga sameiginlegt og hvað væri ólíkt með þeim. Upplýsingarnar sem ég átti að nota og notaði voru á trúarbragðafræðivefnum sem er inná nams.is. Þegar Auður trúarbragðafræðikennari var búin að fara yfir og koma með athugasemd um það sem ég þyrfti að laga, lagaði ég skjalið, bloggaði um ferilinn hér og birti. Mér fannst þetta verkefni alveg ágætt, en það tók frekar langan tíma og þolinmæði. Ég lærði líka mikið af þessu verkefni t.d. allir sem trúa á íslam, gyðingdóm eða kristni trúa á einn almáttugann Guð og eiga líka marga sameiginlega siði. Múslimar og gyðingar fylgja tunglári sem er 354 daga en kristnir fylgja sólári sem er 365 daga.

Hér er trúarbragðafræði verkefnið mitt... :)

 

 


Náttúrufræði

Í náttúrufræði átti ég að gera power point glærukynningu um Everestfjall í Asíu. Allir áttu að gera um eitt undur náttúrunnar og fékk ég Everest. Ég fékk hefti með upplýsingum um Everestfjall og þar aflaði ég mér upplýsingar. Þegar ég var komin með nóg af upplýsingum á blað skrifaði ég í word allan textann og færði hluta af honum inn á power point af því að ég þurfti að geyma hluta af honum fyrir kynninguna. Svo fann ég myndir sem ég setti inn á power point og litaði bakrunninn í stíl við myndirnar. 

Ég lærði mjög mikið á þessu verkefni t.d. það að fjallið er 8848 metra á hæð og var það fyrst klifið árið 1953.

Svona er glærukynningin mín um Everestfjall...

 

 


Bókagagngrýni

Í Íslensku var ég að lesa bókina Draumaveröld kaupalkans eftir Sophie Kinsella. Ég gerði bókagagngrýni um bókina sem þú getur séð hér fyrir neðan!

 

 


En dag i mit liv

Dönsku var ég að skrifa um einn dag í lífi mínu. Fyrst skrifaði ég á uppkastarblað, en ég byrjaði tvisvar á því að skrifa um einn dag í lífi mínu en í þriðja skiptið fannst mér eitthvað varið í daginn. Þegar Helga dönsku-kennarinn minn var búin að fara yfir uppkastarblaðið byrjaði ég að skrifa í tölvur. Ég skrifaði textann inn í word og fann svo myndir. Svo vistaði ég word-skjalið inn á box.net og bloggaði um það hér.

Hér er En dag i mit liv!

 

 

Hallgrímur Pétursson

Í Samfélagsfræði var ég að læra um Hallgrím Pétursson. Ég átti fyrst að skrifa um Hallgrím í word og átti síðan að færa textann inn í power point. Þegar ég aflaði mér upplýsinga fór ég inn á google og fékk þá upp vefina wikipedia og ruv.is. Þegar ég var búin að skrifa allan texta fann ég myndir, vistaði svo á slide share og bloggaði um þetta hér.

Svona lítur Hallgrímur Pétursson glærukynningin mín út!

 

 


English

In english I was learning about Anne Frank. I readid few chapters of her diary and I did som projects. In one ther I ownd to to make a photostory video with 20-30 pictures. I found my pictures on google.is and annefrank.org. Then I needid to set time on the pictures and talk in the video and save it on Box.net. I end my project on blogging about it here at heidanh.blog.is.

 Here is my Anne Frank Photostory video!


Samfélagsfræði

 

Í samfélagsfræði var ég að skrifa staðreyndir um Evrópu. Fyrst fékk ég spurningar sem ég svaraði á sérstakt blað með kössum, einn kassi fyrir hverja spurningu. Þegar ég var búin að svara öllum spurningunum var ég kominn með 24 staðreyndir sem ég skrifaði svo í word. Í word gerði ég form sem ég skrifaði inn í, það er ein staðreynd á hverju blaði. Svo fann ég fullt af myndum sem ég skreytti síðurnar með. Ég endaði á því að vista staðreyndirnar inn á Box.net og blogga um þær hér. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni, en þetta var rosalega mikil vinna.

Hér eru staðreyndirnar mínar um EvrópuGrin

 


Samfélagsfræði

Í Samfélagsfræði var ég að gera power point glærukynningu um Austur-Evrópu, eða Úralfjöll, Sígauna, Sankti Pétursborg, Drakúla greifa og Volgu. Fyrst fann ég mér upplýsingar á netinu og skrifaði inn á power point. Síðan fann ég myndir á google og setti inn á. Svo vistaði ég glærukynninguna inn á slide share og núna er ég að blogga um hana hér. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni fyrir utan það að ég missti af nokkrum tímum og varð eftir á. Ég er alveg til í að gera svona verkefni aftur, sem ég geri örrugglega.

Hér er Austur-Evrópu glærukynningin mín!


Plöntugreining í náttúrufræði

Í náttúrufræði var ég að læra að greina plöntur. Ég fór út á skólalóðina og fann mér plöntu, maríustakkur og fór með hana inn í skólastofuna. Þar greindi ég hana með hjálp bókarinnar Flóra Íslands og þurrkaði hana. Ég skrifaði niður punkta og síðan skrifaði ég uppkast af Maríustakk í samfeldumáli. Svo hreinskrifaði ég greininguna í náttúrufræðibókina mína og límdi Maríustakkinn inn í bókina líka. Svo náði ég í aðra plöntu, Augnfró og ég greindi hana líka og svo framvegis. Ég átti að ná í 2-3 plöntur en ég varð smá veik og náði því bara að gera 2 plöntur. Ég lærði að plöntur eru á lífi og við eigum að bera virðingu fyrir þeim og alls ekki slíta þær. Mér gekk ágætlega en mér fannst ég vera smá eftirá.  

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband