Menntun og skóli | 17.10.2011 | 18:58 (breytt kl. 18:58) | Slóð | Facebook
Í Samfélagsfræði var ég að gera power point glærukynningu um Austur-Evrópu, eða Úralfjöll, Sígauna, Sankti Pétursborg, Drakúla greifa og Volgu. Fyrst fann ég mér upplýsingar á netinu og skrifaði inn á power point. Síðan fann ég myndir á google og setti inn á. Svo vistaði ég glærukynninguna inn á slide share og núna er ég að blogga um hana hér. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni fyrir utan það að ég missti af nokkrum tímum og varð eftir á. Ég er alveg til í að gera svona verkefni aftur, sem ég geri örrugglega.
Hér er Austur-Evrópu glærukynningin mín!
Bloggar | 30.9.2011 | 14:50 (breytt kl. 14:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í náttúrufræði var ég að læra að greina plöntur. Ég fór út á skólalóðina og fann mér plöntu, maríustakkur og fór með hana inn í skólastofuna. Þar greindi ég hana með hjálp bókarinnar Flóra Íslands og þurrkaði hana. Ég skrifaði niður punkta og síðan skrifaði ég uppkast af Maríustakk í samfeldumáli. Svo hreinskrifaði ég greininguna í náttúrufræðibókina mína og límdi Maríustakkinn inn í bókina líka. Svo náði ég í aðra plöntu, Augnfró og ég greindi hana líka og svo framvegis. Ég átti að ná í 2-3 plöntur en ég varð smá veik og náði því bara að gera 2 plöntur. Ég lærði að plöntur eru á lífi og við eigum að bera virðingu fyrir þeim og alls ekki slíta þær. Mér gekk ágætlega en mér fannst ég vera smá eftirá.
Bloggar | 16.9.2011 | 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- Hvalir lifa í öllum heimsins höfum
- Steypireyður er stærsta dýr jarðar
- Háhyrningar eru grimmastir
- Hvalir hafa góða heyrn
- En mjög lélega sjón
- Hvalir skiptast í tvo undirættbálka skíðishvali og tannhvali
- Það eru til 80 tegundir af tannhvölum
- En bara 11 tegundir af skíðishvölum
- Sumir hvalir hafa skíði í stað tanna þá nefnast þeir skíðishvalir
- Skíðin eru eins og lítil hár og í þeim festast smádýr
- Tannhvalir hafa eitt blástursop
- Skíðishvalir hafa tvö blástursop
- Hvalir hafa heitt blóð
- Hvalir anda með lungunum
- Karldýrið kallast tarfur, kvendýrið kallast kýr og afkvæmið kálfur
- Búrhvalur getur verið 60 mínútur í kafi
Bloggar | 23.5.2011 | 14:46 (breytt kl. 14:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í náttúrufræði var ég að gera glærukynningu. Ég fékk að velja eitt eldfjall til að gera glærukynningu um. Ég valdi Kverkfjöll af því að ég vissi ekkert um þau og enginn annar var með þau. Fyrst byrjaði ég á því að afla mér upplýsinga úr hefti sem ég fékk. Næst skrifaði ég textann (upplýsingarnar) á glærurnar. Síðan fór ég inn á gooogle og fann myndir, sem ég setti svo á glærurnar til að skreyta. Ég bjó til slide share aðgang af því að ég mundi ekki lykilorðið af slide share sem ég bjó til seinast. Mér gekk ágætlega en hefði mátt ganga betur og mér fannst þetta skemmtilegt verkefni.
Hér er glærukynningin mín!
Bloggar | 20.5.2011 | 13:05 (breytt kl. 13:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var að gera heimildaritgerð um lífið á Íslandi á 13.öld. Ég byrjaði á að afla mér upplýsinga í Gásagátunni eftir Brynhildi Þórarinsdóttir og Snorri Sturluson og lífið á miðöldum eftir Birgi Loftsson. Ég fékk miða til að skrifa svör við spurningum og skrifaði síðan í tölvu. Þegar ég var búin að skrifa í tölvum fann ég myndir á google. þegar ritgerðin var tilbúin bjó ég til aðgang að box.net og setti ritgerðina þar inn.
Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og ég lærði helling t.d. að stelpur fengu ekki að fara í skóla og maður notaði jurtir til að setja lit í fötin.
Hér er heimildaritgerðin mín
Við í 6.bekk erum búin að vera að vinna að Potho story myndband. Við lásum Það mælti mín móðir ljóðið inn á myndbandið en áður vorum við búin að finna myndir á google sem við notuðum líka. Egill-Skallagrímsson orti ljóðið þegar hann var sjö ára að aldri.Við lærðum að stofna youtube aðgang sem mér gekk mjög illa að gera en síðan tókst þetta allt
Þetta er myndbandið mitt
Bloggar | 21.1.2011 | 13:03 (breytt kl. 13:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 10.12.2010 | 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á haustönn var ég að vinna með norðurlöndin. Ég gerði mína fyrstu powerpoint-glærukynningu. Ég tók líka nokkur próf um landið sem ég valdi mér. Ég valdi Svíþjóð.Ég valdi það af því mér finnst það áhugavert land og mig langar að heimsækja það. Nú eru aðeins 3 dagar í foreldraviðtöl og þess vegna átti ég að klára glærukynninguna. Ég tíndi fyrst uppkastarblaðinu en það komst samt til skila. Ég átti líka að búa til svona bloggsíðu. Mér fannst gaman að búa til þessa bloggsíðu og gera glærukynningu, svo er ég líka strax byrjuð að blogga!
Bloggar | 18.10.2010 | 14:45 (breytt 19.10.2010 kl. 08:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar